Velkomin á vefsíðu Cleanright!

Á vefsíðunni er að finna fjölbreytt úrval gagnlegra upplýsinga um þvottaefni, hreinsiefni og þvottaáhöld til notkunar á heimilinu.

Þar er sagt frá helstu aðgerðum innan greinarinnar til að hvetja til sjálfbærrar framleiðslu og neyslu. Fyrirtækin setja sér það markmið að efla bestu starfshætti hjá framleiðendum og stuðla að því að neytendur nýti framleiðsluna á sem bestan hátt.

Cleanright er átak á vegum A.I.S.E., samtaka framleiðenda þvottaefna og hreinsivara innan Evrópusambandsins, og Cefic sem er fulltrúi efnaiðnaðarins í Evrópu. 

Cleanright er vefsetur sem iðngreinin stendur fyrir og þar er ekki fjallað um ákveðin vörumerki heldur upplýsingum miðlað um það sem hinir ýmsu vöruflokkar eiga sameiginlegt. Markmið vefsetursins er að gefa þér allar nauðsynlegar upplýsingar til að taka upplýstar ákvarðanir og ná sem bestum árangri með vörum okkar á öruggan, ábyrgan og umhverfisvænan hátt.

Sáttmálinn um sjálfbær þrif er framtak iðngreinarinnar sjálfrar af fúsum og frjálsum vilja um að hvetja framleiðendur og neytendur til þess að tileinka sér aukna sjálfbærni við þrif. Myndmerki sáttmálans mun stöðugt birtast á fleiri og fleiri hreinsivörum en byrjað verður á þvottaefnum. Frekari upplýsingar er að finna hér .

Vonandi verður það þér bæði gagnlegt og hagkvæmt að skoða vefsetrið!

Vinsamlegast smelltu hér til þess að komast inn á allt vefsetur Cleanright á ensku.

Deutsch Français Nederlands
Deutsch Français