Nýr sáttmáli um sjálfbær þrif

Image 
Yfirlit
Myndmerkin vísa til Sáttmálans um sjálfbær þrif. Sáttmálinn er gerður að frumkvæði iðgreinarinnar sjálfrar með það fyrir augum að hvetja framleiðendur og neytendur til þess að tileinka sér sem mesta sjálfbærni við þrif. Myndmerki sáttmálans verða prentuð á umbúðirnar og gefa til kynna að fyrirtækin uppfylla þessa áætlun A.I.S.E af fúsum og frjálsum vilja.

 
Iðngreinin vill sjálf sjálfbærari þrif og viðhald
Við berum sem iðngrein ábyrgð, bæði gagnvart jörðinni og því fólki sem notar vörur frá okkur. Sú ábyrgð snýst ekki aðeins um að tryggja að dregið hafi verið úr umhverfisáhrifum í öllu framleiðsluferlinu heldur á hún að nýtast öllum til að takmarka sín eigin umhverfisáhrif. Nýjasta rannsókn sýnir að neytendum um Evrópu alla er umhugað um sjálfbærni þegar þeir kaupa og nota hreinsivörur. Árið 2005 settu samtök framleiðenda hreinsi- og viðhaldsefna af stað samevrópska áætlun, „Sáttmálann um sjálfbær þrif“, með það fyrir augum að stuðla að aukinni sjálfbærni hjá framleiðendum sápuefna og annarra hreinsiefna, jafnt fyrir heimili sem fagfólk.

 
Myndmerki sáttmálans og hvað þau tákna
Image
Þegar þú sérð þetta myndmerki  á vöru, þýðir það að varan var framleidd af aðila að sáttmálanum, fyrirtæki sem hefur af fúsum og frjálsum vilja lofað að halda sífellt áfram að standa sig betur með tilliti til sjálfbærni og hefur sjálfstæða vottun. Nánari og ítarlegri upplýsingar um viðmið sáttmálans og aðila hans er að finna hér .

Image
Þegar þú sérð þetta myndmerki á vöru, þýðir það að varan var framleidd af aðila að sáttmálanum og gengur lengra en miðað er við í lögbundnum kröfum í samræmi við bestu starfshefðir iðngreinarinnar. Þessar vörur uppfylla strangar gæðakröfur um sjálfbærni í þeim tilgangi að tryggja sem best öryggi fyrir umhverfið með því að stuðla að skilvirkri notkun auðlinda með t.d. efnum með aukinni þéttni.  Vörurnar uppfylla metnaðarfull viðmið sem framleiðendur hreinsiefna hafa sett sér að fúsum og frjálsum vilja . Vörurnar verða svo einnig að uppfylla kröfur um auðskiljanlegar upplýsingar til neytenda um sem sjálfbærasta notkun þeirra.

 
Hvar get ég séð það?
Myndmerki sáttmálans er að finna á mjög fjölbreyttu úrvali hreinsiefna. Byrjað verður á þvottaefnum og litarefnum vefnaðarvöru en með tímanum verður það á mörgum öðrum vörutegundum. Smelltu hér [link to virtual house] til að lesa meira um vörutegundir merktar með myndmerkjunum og hvar þær verður að finna.

 
Hvað fleira get ég gert?
Umhverfisáhrif frá hreinsivörum má einkum rekja til þess vatns og orku sem notað er við notkun þeirra á heimilum og þess vegna eru þær vörur sem bera myndmerki Sáttmálans um sjálfbær þrif hannaðar með það fyrir augum að hjálpa fólki við að þrífa á sem skynsamlegastan hátt. Vissir þú annars að það hefur mikil áhrif á sjálfbærni varanna hvernig þær eru notaðar? Þú getur bæði dregið úr umhverfisáhrifum hreinsivara og sparað fé með því t.d. að þvo við lægra hitastig og nota réttar skammtastærðir. Kynntu þér fleiri góð ráð og ábendingar um hvernig hægt er að þrífa á skynsamlegan hátt heima hjá sér .

 

Nánari upplýsingar á

 


Deutsch Français Nederlands
Deutsch Français