Ráð um sparnað á vatni, orku, CO2 og peningum

Við þurfum öll að hugsa um umhverfið. Framleiðendur leggja sig í líma við að tryggja að vörur þeirra virki vel þegar þær eru notaðar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Sem neytandi hefur þú einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Með því að nota vörurnar á ábyrgan hátt, verndar þú plánetuna og sparar fjármuni.


Nútíma hreinsi- og viðhaldsvörur ásamt heimilistækjum eins og uppþvottavélum og þvottavélum, gera heimilisstörfin mun auðveldari. Til að koma í veg fyrir sóun og umhverfisspjöll þurfa neytendur að nota tækin og vörurnar af ábyrgð. Vissir þú að 50-80% heildar kolefnislosunar sem tengist hreinsivörum geta komið til við notkun, t.d. við notkun í uppþvottavél eða þvottavél?

Hérna finnur þú handhægar ráðleggingar til að hjálpa þér að nota vöruna á sem hagkvæmastan hátt, draga úr kolefnisfótspori þínu og vera ábyrgur neytandi:

Ráðleggingar við fataþvott

Ráðleggingar við uppvask

Leiðbeiningar um almenn hreinsiefni

Ábendingar varðandi hreinsiúða

Þar að auki færðu dæmi um hvernig best er að haga hlutunum í þínu daglega lífi:
- Kauptu sparneytin heimilistæki.

-Hámarka einangrun í húsinu/íbúðinni þinni.

-Nota frekar almenningssamgöngur heldur en einkabílinn, sérstaklega þegar þú ert ein/einn á ferð.

-Stuðla að notkun sparneytinna ljósapera og annarra tækja.

- Forðast að vera með dyr/glugga opnar þegar verið er að hita upp húsið.

-Tryggja að rafmagn sé tekið af sjónvörpum, afruglurum og örbylgjuofnum þegar þeir eru ekki í notkun.

 

 

 

 

Deutsch Français Nederlands
Deutsch Français