Breytingar á miða

 

 

Í júní 2015 rennur út fresturinn fyrir nýju evrópsku löggjöfina sem fjallar um miða á mörgum vörum, t.d. málningu, lími, leysiefnum, þvottaefni og viðhaldsvörum.
Þessi síða veitir þér þar upplýsingar sem þú þarft til að halda áfram að nota heimilisvörur okkar á öruggan hátt.

Þvottaefna- og viðhaldsiðnaðurinn hefur skuldbundið sig til að setja vörur á markað sem eru öruggar í notkun fyrir fólk og umhverfið. Sem neytandi notarðu oft slíkar vörur til að þrífa heimili og efni. Þú gegnir einnig lykilhlutverki við að nota vörurnar og geyma þær á öruggan máta.
Verið er að deila upplýsingum um vöruumbúðirnar til að vekja athygli neytenda á þeim öryggisráðstöfunum sem þörf er á, bæði vegna reglufestra krafna og sjálfboðaathafna á sviði iðnaðar.

Hvað er nýtt?

Allt frá snemma á árinu 2015 hafa nýir miðar birst á mörgum hreinsivörum fyrir heimili. Sama á einnig við aðrar vörur sem nota efni. Þetta stafar af því að nýja evrópsk reglugerð (“CLP”)tók gildi ; Hún fyrirskipar „flokkun“ hreinsivara fyrir heimili (hvað varðar hugsanleg áhrif þeirra á menn og/eða umhverfið) og síðan „merkingu“ (í samræmi við flokkun þeirra). Að auki hefur miðahönnunin breyst. Löggjöfin fastsetur nauðsynlega miðaþætti (tákn, texti, litir) sem vöruframleiðendur geta ekki aðlagað eða breytt. Fyrirtæki geta nýtt sér umbreytingartímabil í tvö ár (2015-2017) til að færa sig frá gamla kerfinu í það nýja.

Til að fá upplýsingar um miðabreytingar fyrir hreinsivörur á heimilum skaltu hala niður hinu meðfylgjandi A.I.S.E. „Lestu miðann“ bæklingurinn (inniheldur samanburð við fyrri tákn)

Hin nýja löggjöf er með íhaldssamari flokkunarviðmið varðandi öryggi fyrir augu, húð og umhverfið ef miðað er við fyrri reglugerð

Þess vegna eru margar vörur sem voru áður ekki flokkaðar og merktar núna með miða sem og varúðartákn og varnaðarsetningar í samræmi við hina “nýju” flokkun..
Nýjar upplýsingar (tákn, hönnun og yfirlýsingar) eru birtar (sjá töflu að neðan).

Þetta hefur það í för með sér að vara hvers samsetning hefur ekki breyst um fá annan miða að vera merkt í fyrsta sinn. Það þýðir EKKI að varan sé meira (eða minna) hættuleg. Eins og áður er mikilvægt að halda áfram að nota vörurnar á öruggan máta.

Hvað er að sjá á nýju miðum á þvottaefnis- og viðhaldsvörum?

Taflan fyrir neðan sýnir lista sem er ekki tæmandi yfir allar CLP-táknmyndir og tengdar setningar sem þú munt sjá á vörum. Merking hverrar vöru er á ábyrgð fyrirtækisins sem setur hana á markað þar sem slíkt veltur á samsetningu hennar. Listinn að neðan er lýsandi. Hann hjálpar fólki að skilja hvaða hugsanlegu upplýsingar gætu birst á miðum fyrir þvottaefnis- og viðhaldsvörur. Hann hjálpar þér einnig að bera kennsl á þær varúðarráðstafanir sem þú ættir að grípa til.

Táknmynd Tengd viðvörunarorð Á hvaða vörum er líklegt að þú sjáir hana?
(Ath.: lýsandi listi)
Með hvaða hættusetningu er líklegt að hún birtist?
(Ath.: listinn er ekki tæmandi)
Til hvaða varúðarráðstafana ætti þú að grípa? (og hvaða hugsanlegu setningar gætu fylgt táknmyndinni - varúðaryfirlýsingar) (Ath.: listinn er ekki tæmandi)
WARNING

Þvottaefni (duft/vökvi)
Uppþvottalögur
Alhliða þvottaefni fyrir uppþvottavél (duft/vökvi)

“Veldur alvarlegri augnertingu”
Og/eða
“Veldur húðertingu”

Aðvörunin með upphrópunarmerkið mun birtast ef varan gæti skapað hugsanlega ertingu fyrir húð eða augu, eða bæði. Því munu opinberlegu CLP-upplýsingarnar að neðan yfirleitt vera á miðanum og ættu þær að vera á eftirfarandi máta:

“Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk.” “Geymist þar sem börn ná ekki til.”
Táknmynd Tengd viðvörunarorð Á hvaða vörum er líklegt að þú sjáir hana?
(Ath.: lýsandi listi)
Með hvaða hættusetningu er líklegt að hún birtist?
(Ath.: listinn er ekki tæmandi)
Til hvaða varúðarráðstafana ætti þú að grípa? (og hvaða hugsanlegu setningar gætu fylgt táknmyndinni - varúðaryfirlýsingar) (Ath.: listinn er ekki tæmandi)
DANGER

Ætandi stíflueyðir, súr salernishreinsir, efni til að fjarlægja kalkstein, o.s.frv.

“ Leitið læknis ef lasleika verður vart.”

Þessi aðvörun birtist ef varan gæti verið ætandi fyrir húðina (og óhjákvæmilega augun).
Athugaðu að vörur sem eru ætandi fyrir húðina verða að vera seldar í ílátum sem eru með opinbera barnhelda festingu . Þess vegna gætu opinberu CLP-upplýsingarnar að neðan verið birtar á miðanum og ætti að fylgja þeim:

“Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk.” “Geymist þar sem börn ná ekki til.”
“Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar.” “BERIST EFNIÐ Á HÚÐ: … (+ statement)” or “BERIST EFNIÐ Í AUGU: … (+statement)”“Hringið umsvifalaust í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/…”
DANGER

Þvottaefni (duft/vökvi) Uppþvottalögur Alhliða þvottaefni.

Hugsanlega sum þvottaefni fyrir uppþvottavélar (vökvi/duft)

“Veldur alvarlegum augnskaða.”

Þessi aðvörun birtist ef varan gæti haft skaðleg áhrif á augun.
Því munu opinberlegu CLP-upplýsingarnar að neðan yfirleitt vera á miðanum og ættu þær að vera á eftirfarandi máta:

“Ef leita þarf læknis skal hafa ílát eða merkimiða tiltæk.” “Geymist þar sem börn ná ekki til.”
“Notið hlífðarhanska/hlífðarfatnað/augnhlífar/andlitshlífar.” “BERIST EFNIÐ Í AUGU: … (+statement)”
“Hringið umsvifalaust í EITRUNARMIÐSTÖÐ/lækni/...”
Táknmynd Tengd viðvörunarorð Á hvaða vörum er líklegt að þú sjáir hana?
(Ath.: lýsandi listi)
Með hvaða hættusetningu er líklegt að hún birtist?
(Ath.: listinn er ekki tæmandi)
Til hvaða varúðarráðstafana ætti þú að grípa? (og hvaða hugsanlegu setningar gætu fylgt táknmyndinni - varúðaryfirlýsingar) (Ath.: listinn er ekki tæmandi)
WARNING

Rúðuhreinsiefni, Glerhreinsiefni, Ákveðin alhliða hreinsiefni, Handhreinsir

“Eldfimt fljótandi og gufu”

Þessi aðvörun birtist ef varan gæti verið eldfim.
Því munu opinberlegu CLP-upplýsingarnar að neðan yfirleitt vera á miðanum og ættu þær að vera á eftirfarandi máta:

“Geymist þar sem börn ná ekki til.”
“ Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar.”


Úðabrúsar:
“Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald.”
“Ekki má gata eða brenna brúsa jafnvel þótt þeir séu tómir”
“Verjið gegn sólarljósi. Ekki ekki Haldið hita yfir 50 ° o C”
WARNING or DANGER

Úðabrúsar (til dæmis loftfrískarar, skordýraeitur, ofnahreinsiefni, o.sfrv.)

Úðabrúsi með afar eldfimum efnum“
“Úðabrúsi með eldfimum efnum” “Ekki má gata eða brenna brúsa jafnvel þótt þeir séu tómir.”

Táknmynd Tengd viðvörunarorð Á hvaða vörum er líklegt að þú sjáir hana?
(Ath.: lýsandi listi)
Með hvaða hættusetningu er líklegt að hún birtist?
(Ath.: listinn er ekki tæmandi)
Til hvaða varúðarráðstafana ætti þú að grípa? (og hvaða hugsanlegu setningar gætu fylgt táknmyndinni - varúðaryfirlýsingar) (Ath.: listinn er ekki tæmandi)

But no viðvörðunarorð under

EÐA

WARNING

Skordýraeitur Loftfrískarara Ákveðnir salernissteinar Ákveðin þvottaefni og uppþvottalegir

“Mjög eitrað lífi í vatni”
Eða
“Skaðlegt lífi í vatni, hefur langvinn áhrif”

Þessi aðvörun gæti birst ef varan er óblönduð eða þétt. Athugaðu að varúðarmerkingar eru yfirleitt knúnar áfram af íhugunarefnum varðandi flutning eða mikið magn*. Í þvottaefnum er ennþá notuð innihaldsefni sem eru auðlífbrjótanleg og skapa ekki hættu fyrir umhverfið við daglega notkun á þeim þar sem vörurnar eru hreinsaðar úr skólpi og eru ekki losaðar beint út í umhverfið.

(*In case of incident, a large spill during transport or in a storage warehouse would represent a localized transient hazard for waterways, if not managed properly, hence this default classification).

Því munu opinberlegu CLP-upplýsingarnar að neðan yfirleitt vera á miðanum og ættu þær að vera á eftirfarandi máta:

“Geymist þar sem börn ná ekki til.”
“Forðist losun út í umhverfið.”.
“Fargið innihaldi/íláti hjá ... …”

 


NOTES:

  1. Vörur sem settar eru á markað eru öruggar við fyrirhugaða notkun.
  2. Táknin og orðalagið er til staðar til að vekja athygli neytenda á þeirri hættu sem sumar vörur kunna að bera með sér. Neytendur eru ekki útsettir fyrir þessari hættu að því gefnu að þeir noti vörurnar eins og lýst er á leiðbeiningunum á miðanum.
  3. Vörur sem eru með barnhelda festingu ættu að vekja sérstaka athygli hjá neytendum.
  4. Tæmandi lista yfir CLP-tákn má finna með því að smella hér.
  5. Táknum og orðalagi er í grundvallaratriðum beint að sérhæfðum starfsmönum sem meðhöndlar vörur í miklu magni við flutning og geymslu. Þess vegna eru hættuleg efni skráð og hugsanleg hætta undirstrikuð.
  6. Þörf kann að vera á eftirfarandi yfirlýsingu fyrir vörur með innihaldsefni á borð við ensím, ilmvatn/-vötn, rotvarnarefni: “Inniheldur (heiti næmandi efnis). Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.”
Í öllum tilvikum: Lestu miðann og geymdu þvottaefni og viðhaldsvörur fjarri börnum!

Neytendur skulu ávallt LESA MIÐANN til að nota vöru á öruggan máta þar sem hann inniheldur mikilvægar upplýsingar.
Vinsamlegast veittu eftirfarandi öryggisupplýsingum athygli sem birtast valfrjálst á pökkum innan geirans og einkum:

Geymið þar sem börn ná ekki til. Forðist að efnið fari í augu. Ef það gerist, skolið vandlega með vatni. Neytið ekki. Ef efnisins er neytt skal leita ráða hjá lækni. Fólk með viðkvæma eða skaddaða húð ætti að forðast langvarandi snertingu við efnið.

Heildarlista yfir A.I.S.E. tákn varðandi öruggan notkun, smelltu hér.

Sjá einnig sérstaka herferðarsíðu sem stuðlar að öruggri notkun á fljótandi þvottaefnahylkjum:
www.keepcapsfromkids.eu

Frekari upplýsingar

Til að fá ítarlegar upplýsingar um CLP-löggjöfina og táknmyndirnar getur þú:


Deutsch Français Nederlands
Deutsch Français