Use the dosing instructions

Farðu eftir leiðbeiningum um skammtastærðir

Það ræðst af hörku vatnsins á hverjum stað og því hve óhreinn þvotturinn er hve mikið magn þvottaefnis þarf að nota í hvern þvott. Bestur árangur næst með því að fara eftir leiðbeiningum á umbúðunum og það er líka umhverfisvænast.

Framleiðendur vinna stöðugt að því að bæta vörur sínar og þess vegna geta leiðbeiningarnar tekið breytingum öðrum hverju. Það á einkum við um samþjöppuð og óblönduð þvottaefni. Gættu þess að lesa reglulega leiðbeiningar um skammtastærðir, jafnvel þótt þú notir alltaf sömu tegundina. „Þvottakörfutáknið” sem prentað er framan á hvern pakka sýnir þér hve marga þvotta þú færð út úr hverjum þvottaefnispakka. Táknið sýnir fjölda þvotta miðað við bæði óhreinan þvott og vatnshörku í meðallagi. Kynntu þér alltaf skömmtum þvottaefnisins og aflaðu þér ítarlegra leiðbeininga.